Alþýðutónlistarhátíðin Bakkinn

Eyrarbakka og Stokkseyri

21-24.apríl 2016

Alþýðutónlistarhátíðin Bakkinn verður haldin í þriðja sinn 21-24.apríl nk.

Tónlistarhátíðin verður að mestum hluta á Eyrarbakka en í ár bætist við tónleikastaðurinn Orgelsmiðjan á Stokkseyri.

Tónlistarfólkið sem kemur fram er ekki af verri endanum – en þau eru: Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson, Lay Low, Valgeir Guðjónsson, Magnús Þór Sigmundsson, Skúli mennski, Íkorni, Þjóðlagasveitin Kólga, UniJon, Amber, Myrra Rós og Vargur.

Tónleikarnir í ár verða í Óðinshúsi, Eyrarbakkakirkju, Rauða húsinu, Húsinu á Eyrarbakka og svo í Orgelsmiðjunni á Stokkseyri.

Það má búast við tónlistarveislu og notalegri stemningu við ströndina næstu helgi!

Frítt verður inn á alla viðburði – en frjáls framlög eru vel þegin!

Bakkinn 2016

Alþýðutónlistarhátíðin Bakkinn aftur haldin á Eyrarbakka!

kynnturasvid

 

Seinustu 2 ár hefur Alþýðutónlistarhátíðin Bakkinn verið haldin með trompi á Eyrarbakka.
Nú er komið að því að halda hátíðina aftur í ár, og mun hún fara fram dagana 21-24. Apríl nk.  Frábærir listamenn og konur hafa boðað komu sína og má búast við algjörri tónlistarveislu á Eyrarbakka! Meðal þeirra listamanna sem staðfest hafa komu sína eru Ellen Kristjáns og Eyþór Gunnarsson, Lay Low, Magnús Þór Sigmundsson, Valgeir Guðjónsson, Skúli Mennski, Íkorni, Erna Mist og Magnús, og UniJon.
Tónleikar munu fara fram á Eyrarbakka í Gónhól, Rauða Húsinu, Húsinu, Eyrarbakkakirkju, Óðinshúsi og í ár bætist við Orgelsmiðjan á Stokkseyri.

Heimasíða Bakkans mun kynna hátíðina á næstu vikum og því um að gera að fylgjast vel með www.bakkinn.org

Allar nánari upplýsingar má svo nálgast á bakkinn@bakkinn.org eða í síma 696-5867

Bakkin hlaut styrk frá: